Óveður á Reykjanesbraut

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Óveður

Óveður er á Reykjanesbraut, Sandskeiði, Kjalarnesi og undir Eyjarfjöllum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Vegfarendur eru varaðir við miklu hvassviðri á Suðurlandi, undir Eyjafjöllum, Hafnarfjalli, Kjalanesi og á Reykjanesbraut.

Á Suðurlandi, Vesturlandi og á Norðurlandi eru vegir auðir.

Á Vestfjörðum er flughált  á Hrafnseyrarheiði,  hálka á Steingrímsfjarðarheiði en hálkublettir um Þröskulda, á Dynjandisheiði , Mikladal og Hálfdán.

Aðalleiðir eru auðar á Norðausturlandi allt austur fyrir Mývatn en hálkublettir er yfir Mývatnsöræfi og  hálka á Möðrudalsöræfum.

Á Austurlandi eru hálkublettir á Vopnafjarðarheiði og hálka á Fjarðarheiði en aðrar leiðir greiðfærar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert