RÚV kynnir brátt niðurskurð

mbl.is/Ómar

Rík­is­út­varpið þarf að skera niður um tæp­lega 250-300 millj­ón­ir á þessu ári. Framund­an er niður­skurður á dag­skrá út­varps og sjón­varps og „ein­hverj­ar“ upp­sagn­ir, að sögn Páls Magnús­son­ar út­varps­stjóra.

Hann hef­ur ekki greint frá hversu mörg­um verður sagt upp en eins og nærri má geta, við aðstæður sem þess­ar, eru marg­ir starfs­menn ugg­andi um sinn hag.

Stjórn RÚV hitt­ist í dag og þá má bú­ast við að lín­ur skýrist.

„Við erum núna að und­ir­búa viðbrögð okk­ar við því að fjár­lög sem voru samþykkt í síðasta mánuði fela í sér niður­skurð á rekstr­ar­fé Rík­is­út­varps­ins um 420 millj­ón­ir króna. Í fyrsta lagi var ákveðið að rík­is­sjóður tæki 10% af áætluðum tekj­um af út­varps­gjaldi til að nota í annað en Rík­is­út­varpið og það þýðir um 360 millj­óna króna tekjutap fyr­ir okk­ur. Áhrif­in af hækk­un á trygg­ing­ar­gjaldi eru aðrar 60 millj­ón­ir. Það er við þessu sem við erum að bregðast. Við erum ekki að bregðast við rekstr­ar­vanda enda er hann eng­inn,“ sagði Páll.

Jafn­gild­ir rekstri Rás­ar 1

Þetta væri mik­ill niður­skurður og sagði Páll að kostnaður við að reka Rás 1 væri tæp­lega 300 millj­ón­ir á ári og kostnaður við Rás 2 væri tæp­lega 100 millj­ón­ir á ári, að und­an­skild­um kostnaði við frétt­ir en frétta­sviðið er sér­stök rekstr­arein­ing inn­an RÚV.

RÚV fær 3,2 millj­arða á fjár­lög­um 2010

Útvarpshúsið við Efstaleiti.
Útvarps­húsið við Efsta­leiti. Árni Sæ­berg
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka