RÚV kynnir brátt niðurskurð

mbl.is/Ómar

Ríkisútvarpið þarf að skera niður um tæplega 250-300 milljónir á þessu ári. Framundan er niðurskurður á dagskrá útvarps og sjónvarps og „einhverjar“ uppsagnir, að sögn Páls Magnússonar útvarpsstjóra.

Hann hefur ekki greint frá hversu mörgum verður sagt upp en eins og nærri má geta, við aðstæður sem þessar, eru margir starfsmenn uggandi um sinn hag.

Stjórn RÚV hittist í dag og þá má búast við að línur skýrist.

„Við erum núna að undirbúa viðbrögð okkar við því að fjárlög sem voru samþykkt í síðasta mánuði fela í sér niðurskurð á rekstrarfé Ríkisútvarpsins um 420 milljónir króna. Í fyrsta lagi var ákveðið að ríkissjóður tæki 10% af áætluðum tekjum af útvarpsgjaldi til að nota í annað en Ríkisútvarpið og það þýðir um 360 milljóna króna tekjutap fyrir okkur. Áhrifin af hækkun á tryggingargjaldi eru aðrar 60 milljónir. Það er við þessu sem við erum að bregðast. Við erum ekki að bregðast við rekstrarvanda enda er hann enginn,“ sagði Páll.

Jafngildir rekstri Rásar 1

Þetta væri mikill niðurskurður og sagði Páll að kostnaður við að reka Rás 1 væri tæplega 300 milljónir á ári og kostnaður við Rás 2 væri tæplega 100 milljónir á ári, að undanskildum kostnaði við fréttir en fréttasviðið er sérstök rekstrareining innan RÚV.

RÚV fær 3,2 milljarða á fjárlögum 2010

Útvarpshúsið við Efstaleiti.
Útvarpshúsið við Efstaleiti. Árni Sæberg
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert