Segist hafa keypt hús á yfirverði

Skúli Helgason.
Skúli Helgason. mbl.is/Ómar

Skúli Helga­son, alþing­ismaður, seg­ir í grein á net­inu í kvöld, að hann hafi síðsum­ars keypt fast­eign á yf­ir­verði á opn­um markaði í kjöl­far aug­lýs­inga í dag­blöðum og á net­inu. Fram kom í Spegl­in­um í Rík­is­út­varp­inu og frétt­um Sjón­varps­ins í kvöld, að Skúli hefði keypt hús í Skerjaf­irði af Ari­on banka.

Skúli seg­ir í pistli á Press­unni, að hann og fjöl­skylda hans hafi síðsum­ars gert til­boð í fast­eign á Gnita­nesi sem aug­lýst var í fast­eigna­aug­lýs­ing­um Morg­un­blaðsins. Marg­ir hafi skoðað eign­ina og fleiri til­boð bár­ust og hafi Skúli á end­an­um þurft að borga 3 millj­ón­ir króna yfir ásettu verði.

Húsið hafi verið ótrú­lega illa farið að inn­an miðað við ytra út­lit og und­an­farna þrjá mánuði hafi fjöl­skyld­an, vin­ir og vanda­menn því unnið hörðum hönd­um að end­ur­bót­um ásamt iðnaðarmönn­um og sé því starfi hvergi nærri lokið.

Skúli seg­ir, að fast­eigna­sal­an hafi staðfest við frétta­mann Útvarps­ins að sölu­verðið hafi verið eðli­legt miðað við ástand húss­ins en engu að síður gefi frétta­stofa Sjón­varps­ins í skyn að um óeðli­lega fyr­ir­greiðslu hafi verið að ræða. 

„Ég geri mér grein fyr­ir því að stjórn­mála­maður á Íslandi get­ur ekki farið fram á það að fá að vera í friði með sitt einka­líf en það er óneit­an­lega magnað þegar heiður fjöl­skyldu manns er dreg­inn í svaðið í Rík­is­út­varp­inu án þess að maður fái tæki­færi til að bera hönd fyr­ir höfuð sér," seg­ir Skúli m.a.

Pist­ill Skúla

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert