Styðji Ísland af öllum mætti verði útkoman nei

Frá Helsinki
Frá Helsinki mbl.is/Baldur Arnarson.

Fari svo að Íslendingar hafni Icesave-lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni í mars ber finnskum stjórnvöldum að styðja Ísland af öllum mætti í þeirri stöðu sem þá verður uppi.

Þetta er mat Erkkis Tuomiojas, utanríkisráðherra Finnlands á árunum 2000-2007, en hann telur að samningsaðilar í Icesave-deilunni verði að setjast við samningaborðið og semja upp á nýtt hafni íslenskir kjósendur lögunum.

Hannes Heimisson, sendiherra Íslands í Finnlandi á árunum 2005-2009, segir Finna hafa horft í undrun á kostaboð Kaupþings og Glitnis á sínum tíma.

Sjá nánari umfjöllun um viðhorf Finna gagnvart Icesave-málinu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert