Þrettán milljarða fjárfesting í álverinu í Straumsvík

Álverið í Straumsvík.
Álverið í Straumsvík.

Rio Tinto Alcan hef­ur ákveðið að hefja fram­kvæmd­ir við fyrri hluta straum­hækk­un­ar­verk­efn­is­ins við ál­verið í Straums­vík. Um er að ræða fjár­fest­ingu fyr­ir um 13 millj­arða.

Þessi fjár­fest­ing fel­ur í sér end­ur­nýj­un á raf­búnaði í aðveitu­stöð ál­vers­ins, sem hef­ur þann tvíþætta til­gang að auka áreiðan­leika verk­smiðjunn­ar og gera straum­hækk­un mögu­lega. Fram­kvæmd­ir hefjast á allra næstu vik­um.

Kostnaður við straum­hækk­un­ar­verk­efnið í heild sinni, þ.e. seinni áfanga, fel­ur í sér fjár­fest­ingu fyr­ir um 42 millj­arða og er gert ráð fyr­ir að um þriðjung­ur þeirr­ar fjár­hæðar renni til ís­lenskra aðila. Mark­miðið er að auka fram­leiðslu­getu ál­vers­ins um hér um bil 40 þúsund tonn með straum­hækk­un og til­svar­andi upp­færslu á búnaði í nú­ver­andi bygg­ing­um. Rann­veig sagði að ákvörðun um seinni áfanga verk­efn­is­ins væri háð því að Lands­virkj­un tæk­ist að fjár­magna fram­kvæmd­ir við Búðar­háls­virkj­un.

Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, sagðist von­ast eft­ir að tæk­ist að ljúka fjár­mögn­un Búðar­háls­virkj­un­ar á þessu ári. Er­lend­ir lána­markaðir væru erfiðir þessa stund­ina. Það réðist af mörg­um þátt­um hvernig gengi að ljúka samn­ing­um, m.a. hvernig Ices­a­ve-málið þróaðist. Kostnaður við Búðar­háls­virkj­un er áætlaður 20-25 millj­arðar. Öll leyfi til að hefja fram­kvæmd­ir liggja fyr­ir.

„Það að ákvörðun skuli tek­in um að ráðast í þessa stóru fjár­fest­ingu sýn­ir til­trú eig­and­ans á fyr­ir­tæk­inu og á Íslandi. Maður von­ar að þetta sé hvetj­andi og auki bjart­sýni í ís­lensku at­vinnu­lífi,“ sagði Rann­veig.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert