Afar hvasst á sunnan- og vestanverðu landinu

Mararbáran var ygld og grett á brá í gær.
Mararbáran var ygld og grett á brá í gær. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Vindur fór upp í 50 m/s í hviðum undir Eyjafjöllum í gær. Björgunarsveitir um sunnan- og suðvestanvert landið voru kallaðar út og höfðu í ýmsu að snúast.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu og Slysavarnafélaginu Landsbjörg voru flest verkefnin minniháttar, s.s. að festa niður þakplötur sem losnuðu. Mjög hvasst var í Vestmannaeyjum, og hlaða fauk í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Sjá nánar um óveðrið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka