Blaðamannafélagið harmar uppsagnir hjá RÚV

Blaðamannafélag Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem harmaðar eru fjöldauppsagnir á Ríkisútvarpinu. Segir í ályktuninni að stórt skarð sé höggvið í raðir fjölmiðlafólks með þessari ákvörðun. Uppsagnirnar bætist við blóðugan niðurskurð á einkamiðlunum og dragi máttinn úr fréttamiðlum á sama tíma og aðstæður í samfélaginu kalla á öflugar og gagnrýnar fréttir.

„Í hópi þeirra fréttamanna sem missa vinnuna eru sumir elstu og reyndustu fréttamenn stofnunarinnar, stjórnendur tveggja vinsælla fréttaskýringaþátta í úvarpi og sjónvarpi og landsbyggðarfréttamenn.

Atburðir dagsins í dag á Ríkisútvarpinu auka enn á það óöryggi sem fjölmiðlafólk býr við en það er síst til þess fallið  að treysta aðhaldshlutverk fjölmiðla," segir í ályktuninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert