Evrópuár gegn fátækt

José Manuel Barroso setur Evrópuár gegn fátækt í Madrid í …
José Manuel Barroso setur Evrópuár gegn fátækt í Madrid í dag. Reuters

Evr­ópuráðið og Evr­ópu­sam­bandið hófu í gær Evr­ópu­ár gegn fá­tækt og fé­lags­legri ein­angr­un und­ir yf­ir­skrift­inni Stöðvum fá­tækt! Evr­ópu­ár­inu er ætlað að vekja at­hygli og leggja áherslu á bar­átt­una gegn fá­tækt og fé­lags­legri ein­angr­un um alla álf­una og er Ísland meðal þátt­tak­enda.

José Manu­el Durao Barroso, for­seti Evr­ópuráðsins, og José Luis Rodrigu­ez Zapa­tero, for­sæt­is­ráðherra Spán­ar, hófu átakið form­lega í  Madrid í dag.  Ísland tek­ur þátt í Evr­ópu­ár­inu, og er það fé­lags- og trygg­inga­málaráðuneytið sem stýr­ir verk­efn­inu. Átakið hefst hér á landi í fe­brú­ar. Aug­lýst verður í blöðum eft­ir verk­efn­um og er von­ast til þess að sem flesta taki þátt.

Nærri 80 millj­ón­ir Evr­ópu­búa, 17% þeirra sem búa inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins, lifa und­ir fá­tækt­ar­mörk­um. Meiri­hluti Evr­ópu­búa (73%) lít­ur á fá­tækt sem víðtækt vanda­mál í sínu landi og kalla 89% þeirra eft­ir bráðaaðgerðum rík­is­stjórn­ar til að tak­ast á við það. Þrátt fyr­ir að flest­ir líti svo á að fá­tækt sé fyrst og fremst vanda­mál hves lands fyr­ir sig vilja 74% einnig að ESB gegni þar mik­il­vægu hlut­verki.

Evr­ópu­ár­inu 2010 er ætlað að auka vit­und fólks um or­sak­ir og af­leiðing­ar fá­tækt­ar; bæði al­menn­ings og þeirra sem gegna áhrifa­stöðum. Árinu er einnig ætlað að virkja fjölda sam­taka í bar­átt­unni gegn fá­tækt og fé­lags­legri ein­angr­un og hvetja bæði ESB og rík­is­stjórn­ir til að tak­ast á við þessi vanda­mál.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert