Finnar tengja AGS við Icesave

Frá Helsinki, höfuðborg Finnlands.
Frá Helsinki, höfuðborg Finnlands.

Fjármálaráðuneyti Finnlands tekur undir yfirlýsingar Sigbjørns Johnsens, fjármálaráðherra Noregs, í Morgunblaðinu í gær varðandi tengsl endurskoðunar efnahagsáætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Icesave.

Í svari við fyrirspurn Morgunblaðsins vísar talsmaður finnska fjármálaráðuneytisins í lánaskilmála og segir að Norðurlöndin þurfi að fá jákvæða umsögn frá AGS áður en næsti hluti lánanna verði greiddur út.

Finnar muni fagna því ef breiður stuðningur verði í stjórn AGS við endurskoðun efnahagsáætlunarinnar. Það kalli hins vegar á að Ísland standi við skuldbindingar landsins varðandi innistæðutryggingar samkvæmt EES-samningnum.

Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka