Fréttaaukinn lagður af

Páll Magnússon
Páll Magnússon mbl.is

Meðal þeirra þátta sem lenda und­ir hnífn­um hjá RÚV er frétta­skýr­ingaþátt­ur­inn Frétta­auk­inn sem var í um­sjón El­ín­ar Hirst og Boga Ágústs­son­ar. Auk þess verður þátt­ur­inn Viðtalið, í um­sjón Boga, aflagður. Útsend­ing­um frá Edd­unni, Grím­unni og Íslensku tón­list­ar­verðlaun­un­um og fleiri viðburðum verður hætt og stór­lega dregið úr kaup­um á inn­lendu sjón­varps­efni, að sögn Páls Magnús­son­ar, út­varps­stjóra. 

Páll sagði að verið væri að end­ur­skoða rekst­ur svæðis­stöðva RÚV og þess vegna hefði verið gripið til upp­sagna þar. Áfram yrðu frétta­menn starf­andi á þess­um stöðum. 

Páll vildi ekki tjá sig um mál ein­stakra starfs­manna og taldi það ekki við hæfi. Aðspurður sagði hann að stjórn­end­ur sviða inn­an RÚV hefðu tekið ákv­arðanir um hverj­um yrði sagt upp en hann tók skýrt fram að það drægi ekki úr ábyrgð hans við þenn­an niður­skurð. 

Fram kom á starfs­manna­fundi RÚV sem hófst klukk­an 14 að Páll hygðist skila jeppa sem RÚV hef­ur haft á rekstr­ar­leigu fyr­ir hann. Páll minnti á að nú tæki stjórn RÚV ekki leng­ur ákvörðun um laun hans held­ur væri hún í hönd­um kjararáðs og von væri á ákvörðun þess inn­an tíðar.  Skil­in á jepp­an­um stæðu þó ekki í sam­bandi við úr­sk­urðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert