Ölgerðin sendir þorrabjór í vínbúðir og á veitingastaði í dag á bóndadaginn sem markar upphaf þorra. Þorrabjórinn er að þriðja hluta gerður úr íslensku byggi sem er ræktað á bænum Belgsholti í Melasveit á Vesturlandi.
Ölgerðin segir, að þorrabjórinn sé 5,6% af styrk og er í stíl við þýskan festivalbjór. Auk íslenska byggsins sé í honum Pilsen korn og nokkuð af Munchen maltkorni, sem gefi honum ögn dekkri lit en algengustu lagerbjórum. Humlarnir í Þorrabjór séu svokallaðir aromahumlar, eða ilmhumlar, sem séu ekki eins bitrir og venjulegir humlar.