Íslenskt bygg í þorrabjór

Þorrabjór Ölgerðarinnar.
Þorrabjór Ölgerðarinnar.

Ölgerðin send­ir þorra­bjór í vín­búðir og á veit­ingastaði í dag  á bónda­dag­inn sem mark­ar upp­haf þorra. Þorra­bjór­inn er að þriðja hluta gerður úr ís­lensku byggi sem er ræktað á bæn­um Belgs­holti í Mela­sveit á Vest­ur­landi.
 
Ölgerðin seg­ir, að þorra­bjór­inn sé 5,6% af styrk og er í stíl við þýsk­an festi­val­bjór. Auk ís­lenska byggs­ins sé í hon­um Pil­sen korn og nokkuð af Munchen malt­korni, sem gefi hon­um ögn dekkri lit en al­geng­ustu lag­er­bjór­um. Huml­arn­ir í Þorra­bjór séu svo­kallaðir aroma­huml­ar, eða ilm­huml­ar, sem séu ekki eins bitr­ir og venju­leg­ir huml­ar. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert