Kröfur í þrotabú Björgólfs Guðmundssonar nema um 101 milljarði króna, en frestur til að skila kröfum rann út 4. janúar sl.
Þetta eru heldur meiri skuldir en komu fram þegar búið var lýst gjaldþrota 4. maí á síðasta ári, en þá voru skuldirnar taldar 96 milljarðar. Þessi mismunur skýrist af nýrri kröfu sem Landsbankinn gerði í búið. Skiptastjóri á eftir að taka afstöðu til krafna í búið.
Nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.