Minni veikindi starfmanna Landspítala á síðasta ári

Aðalbygging Landspítala.
Aðalbygging Landspítala.

Björn Zoëga, forstjóri Landspítala, segir í pistli á vef sjúkrahússins, að þegar tölur úr rekstri spítalans á síðasta ári séu skoðaðar komi m.a. í ljós að veikindi starfsmanna minnkuðu á síðasta ári.

„Ég vona að það sé merki um að spítalinn sé á réttri leið og þrátt fyrir kreppu, inflúensufaraldur og álag á spítalanum líði starfsmönnum betur," segir Björn.

Fram kemur í pistli Björns, að markmið Landspítala sé að verða meðal bestu háskólasjúkrahúsa í Norður-Evrópu og vera áfram leiðandi í vísindarannsóknum. Mikilvægt skref hafi verið tekið í þessa átt síðastliðinn föstudag þegar klínískt rannsóknarsetur var opnað á spítalanum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert