Rústabjörgunarsveitin snýr heim

Fagnaðarfundir voru við heimkomuna.
Fagnaðarfundir voru við heimkomuna. Morgunblaðið/Árni Sæberg.

Fagnarðarfundir urðu á Keflavíkurflugvelli í nótt er liðsmenn íslensku rústabjörgunarsveitarinnar sneru heim eftir rúmlega einnar viku björgunar- og hjálparstarf á Haití.

„Stemningin í hópnum er betri en ég átti von á. Eftir það sem þeir hafa séð átti ég von á að mjög þungt væri í þeim hljóðið. En svo er ekki, enda eru þetta náttúrlega vanir menn,“ sagði Hlynur Sigurðsson fréttastjóri sjónvarps mbl.is rétt áður en björgunarsveitin sneri heim, en hann fór til móts við hana ásamt Árna Sæberg ljósmyndara Morgunblaðsins.

Björgunarmennirnir, sem hafa verið á Haítí frá því á miðvikudaginn í síðustu viku, flugu frá Haítí til Bahamaeyja enda þurfti vélin að taka þar bensín.

Einn björgunarmannanna sem Hlynur ræddi við í ferðinni segir þetta erfiðustu björgunarferð sína til þessa, en hann hefur tvisvar áður farið utan í leiðangur í kjölfar náttúruhamfara.

Björgunarsveitarmennirnir við fararskjótann sem flutti þá heim frá Haití.
Björgunarsveitarmennirnir við fararskjótann sem flutti þá heim frá Haití. Morgunblaðið/Árni Sæberg.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert