RÚV harmar ályktun VG

Útvarpshúsið við Efstaleiti.
Útvarpshúsið við Efstaleiti.

Stjórn Rík­is­út­varps­ins samþykkti álykt­un á fundi í gær þar sem hörmuð er álykt­un flokks­ráðs Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar-græns fram­boðs  um síðustu helgi. Þá seg­ist stjórn­in hafna þeim aðdrótt­un­um sem þar sé beint að starfs­fólki og starf­semi RÚV.

Stjórn­in seg­ist telja álykt­un VG meiðandi fyr­ir starfs­fólk Rík­is­út­varps­ins og lýsa fá­dæma vanþekk­ingu flutn­ings­manna og þeirra sem hana samþykktu.

„Stjórn Rík­is­út­varps­ins tel­ur að starfs­fólki Rík­is­út­varps­ins hafi tek­ist afar vel – við erfiðar aðstæður með tak­markað og þverr­andi fjár­magn – að upp­fylla þau skil­yrði sem starf­sem­inni eru sett í þjón­ustu­samn­ingi við mennta­málaráðherra.

Stjórn Rík­is­út­varps­ins stend­ur nú í annað skipti á einu ári frammi fyr­ir mjög al­var­leg­um niður­skurði sem rík­is­stjórn Íslands hef­ur ákveðið. Ekk­ert til­lit var tekið til þess ár­ang­urs sem náðst hafði í upp­hafi síðasta árs í hagræðingu á starf­semi Rík­is­út­varps­ins þrátt fyr­ir ít­rekaðar til­raun­ir stjórn­ar og stjórn­enda til þess að draga úr kröf­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar um niður­skurð sem mun hafa í för með sér upp­sagn­ir starfs­manna og sam­drátt í dag­skrár­fram­boði," seg­ir í álykt­un­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert