Útsendingar svæðisstöðva Ríkisútvarpsins verða lagðar niður á næstunni. Fram kemur á vef Austurgluggans, að þremur starfsmönnum RÚVAust hefur verið sagt upp og húsnæðið á Egilsstöðum er til sölu.
Ásgrími Ingi Arngrímssyni, fréttamanni, Heiði Ósk Helgadóttur, tæknimanni og Hafdísi Erlu Bogadóttur, markaðsfulltrúa var öllum sagt upp í morgun. Ekki er farið fram á að þau vinni uppsagnarfrestinn.
Austurglugginn segir, að fréttakonan Sigríður Halldórsdóttir, sem er á leið í barneignarleyfi og tökumaðurinn Hjalti Stefánsson verði áfram til taks.
Útsendingar svæðisstöðva, sem verið hafa klukkan 17:20, leggjast af.