Tarantúlur sem gæludýr

Íslensku björgunarmennirnir sluppu við meiriháttar meiðsli á meðan dvöl þeirra á Haítí stóð. Hinsvegar eru flestir með slæm skordýrabit. Meðal óboðinna gesta í búðum Íslendinganna voru eitraðar kóngulær, svokallaðar tarantúlur.

Það er erfitt að ímynda sér fyrir þá sem ekki hafa prófað hvernig það er að dveljast í búðum eins og þeim sem íslensku björgunarmennirnir dvöldu í. Vatn af skornum skammti og maturinn sem menn gæða sér á kallast MRE, sem er skammstöfun fyrir meals ready to eat, og er samskonar fæði og bandaríski herinn notar.

Björgunarsveitarmennirnir segja að á þriðja degi verði þetta ansi leiðigjarnt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert