Borgarstjóri búinn að kjósa

Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri kaus í hádeginu.
Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri kaus í hádeginu. mbl.is Golli

Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri kaus í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík í hádeginu. Hún býður sig ein fram í fyrsta sætið, en fimm keppast um annað sætið. Kl. 14.00 voru 3000 búnir að kjósa í prófkjörinu.

Um 20 þúsund sjálfstæðismenn eru á kjörskrá. 18 frambjóðendur eru í kjöri, þar af sex sem eiga sæti í borgarstjórn í dag. Sjálfstæðisflokkurinn fékk sjö menn kjörna í síðustu borgarstjórnarkosningum. Kosningu líkur kl. 18 í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert