Garðabær verður fyrstur íslenskra sveitarfélaga til að móta sérstaka lýðræðisstefnu. Mörg sveitarfélög á Norðurlöndunum hafa þegar mótað slíka stefnu með það að markmiði að efla hið staðbundna lýðræði.
Þetta er meðal þess sem fram kom á fyrsta fundi stýrihóps um mótun lýðræðisstefnu Garðabæjar sem haldinn var í Garðabergi á fimmtudag.
Öllum bæjarfulltrúum og forstöðumönnum hjá Garðabæ var boðið á fyrsta fund hópsins og kom þar skýrt fram að mikill áhugi er á verkefninu í bænum.