Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, líst afar illa á niðurskurðinn á svæðisútvarpinu á Vestfjörðum og í öðrum landshlutum. Enginn fréttamaður verður á Ísafirði, a.m.k. ekki í bili, skv. upplýsingum frá RÚV.
Þorvaldur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi (SSA), telur að með þessu sé verið að koma í bakið á Austfirðingum.
Halldór benti á að Ríkisútvarpið væri útvarp allra landsmanna og fjármagnað með sköttum allra landsmanna og því væri eðlilegt að gera þá kröfu að RÚV væri með starfsemi úti um allt land.