Líst afar illa á niðurskurð á svæðisstöðvum

mbl.is/Ómar

Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, líst afar illa á niðurskurðinn á svæðisútvarpinu á Vestfjörðum og í öðrum landshlutum. Enginn fréttamaður verður á Ísafirði, a.m.k. ekki í bili, skv. upplýsingum frá RÚV.

Þorvaldur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi (SSA), telur að með þessu sé verið að koma í bakið á Austfirðingum.

Halldór benti á að Ríkisútvarpið væri útvarp allra landsmanna og fjármagnað með sköttum allra landsmanna og því væri eðlilegt að gera þá kröfu að RÚV væri með starfsemi úti um allt land.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert