Öryrkjar mótmæla „nýrri aðför“

Öryrkjar mótmæla niðurskurði
Öryrkjar mótmæla niðurskurði mbl.is/Ómar

Svonefndur aðgerðahópur Háttvirtra öryrkja mótmælir af öllum mætti því sem hann kallar „nýjustu aðför ríkisstjórnar undir forsæti Jóhönnu Sigurðardóttur, að kjörum og lífsafkomu öryrkja þessa lands.“

Í tilkynningu sem hópurinn hefur sent frá sér segir ennfremur: „Aðgerðahópurinn mótmælir í fyrsta lagi aftengingu laga sem tryggðu hækkun lífeyris miðað við vísitölu - haldreipi sem átti að tryggja lífeyrisþega í kreppuástandi eins og nú ríkir.

Í öðru lagi mótmælir aðgerðahópurinn því að úrskurðarnefnd almannatrygginga er í raun fært dómsvald. Nefndin getur nú gengið að eigum örykja með fjárnámi án dómsúrskurðar. Þar með eru öryrkjar færðir skör lægra en aðrir þjóðfélagshópar og er það algerlega ólíðandi.

Núverandi ríkisstjórn kennir sig við norræna velferð - ekkert er fjær sanni.
Öryrkjar hafa sannarlega fengið að kynnast því með síendurteknum niðurskurði á annars naumt skömmtuðum tekjum sínum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert