Stækkun álvers í brennidepli á ný

Álverið í Straumsvík.
Álverið í Straumsvík. mbl.is/Golli

Fyr­ir­huguð Búðar­háls­virkj­un er sem sniðin að þörf ál­vers­ins í Straums­vík fyr­ir orku vegna auk­inn­ar fram­leiðslu­getu, sem haf­inn er und­ir­bún­ing­ur að. Um er að ræða end­ur­nýj­un inn­an at­hafna­svæðis ál­vers­ins og gild­andi deili­skipu­lags, sem á að auka af­kasta­getu verk­smiðjunn­ar um 40 þúsund tonn. Fram­kvæmd­ir eru að hefjast við fyrri hluta verk­efn­is­ins sem mun standa fram á mitt næsta ár.

Þó sam­komu­lag um raf­orku­söl­una virðist nán­ast í höfn er enn óvissa um fjár­mögn­un virkj­un­ar­inn­ar. For­svars­menn líf­eyr­is­sjóða hafa átt viðræður við Lands­virkj­un um að taka að sér að fjár­magna inn­lenda hluta kostnaðar­ins við virkj­un­ina. Áhugi líf­eyr­is­sjóðanna á þessu er óbreytt­ur skv. upp­lýs­ing­um Guðmund­ar Þór­halls­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna. Fram­kvæmd­ir við virkj­un­ina hóf­ust 2001 en var síðan frestað. „Hún er eig­in­lega til­bú­in í útboð með mjög stutt­um fyr­ir­vara,“ seg­ir Agn­ar Ol­sen, staðgeng­ill for­stjóra Lands­virkj­un­ar. Ef allt gengi eft­ir og fjár­mögn­un feng­ist ætti að vera unnt að ráðast í fram­kvæmd­ir í sum­ar.

Þyrfti að meta áform upp á nýtt

Lúðvík Geirs­son bæj­ar­stjóri seg­ir að skipu­lags­stjóra hafi verið falið að taka upp viðræður við for­svars­menn ál­vers­ins um af­stöðu þeirra til máls­ins. „Það er ekki hægt að fara fram með kosn­ingu eða taka málið upp nema fyr­ir liggi vilji ál­vers­ins að halda þessu deili­skipu­lagi fram,“ seg­ir hann og minn­ir á að það var ál­verið sem lagði til­lög­una fyr­ir á sín­um tíma.

Að sögn Lúðvíks er ljóst eft­ir sam­töl við for­svars­menn ál­vers­ins að það er vilji þeirra að haldið verði við um­rætt deili­skipu­lag.

Rio Tinto Alcan hef­ur hins veg­ar eng­ar áætlan­ir uppi um stækk­un ál­vers­ins en for­svars­menn þess lýsa sig reiðubúna að skoða málið ef í ljós komi að meiri­hluti íbúa samþykki það í nýrri kosn­ingu. „Þetta er spenn­andi verk­efni en það þyrfti að meta þetta upp á nýtt og skoða hvort orka er til­tæk og hver arðsem­in yrði miðað við for­send­ur í dag,“ seg­ir Ólaf­ur Teit­ur Guðna­son, upp­lýs­inga­full­trúi ál­vers­ins. Álverið hafi á hinn bóg­inn á eng­an hátt átt frum­kvæði að þessu. „Við höf­um ekki tekið þetta aft­ur upp á borðið til al­var­legr­ar skoðunar og mun­um ekki verja mikl­um tíma og fjár­mun­um í að fara aft­ur í und­ir­bún­ing nema það liggi þá fyr­ir að þetta sé ekki í and­stöðu við vilja bæj­ar­búa.“

Loka­sprett­ur

Ekki ligg­ur þó ná­kvæm­lega fyr­ir hvenær verk­efn­is­stjórn­in skil­ar niður­stöðum sín­um. „Við erum á loka­spretti í vinn­unni,“ seg­ir hún. Bú­ast má við að næsta skref verði fram­lagn­ing frum­varps um hvernig farið verður með niður­stöður verk­efn­is­stjórn­ar­inn­ar. Fyrri áfang­inn hófst 1999 og var skilað efn­is­mik­illi skýrslu í árs­lok 2003. ,,Kraf­an núna var að sett­ur yrði rammi svo ljóst væri hvaða merk­ingu það hefði að virkj­ana­kost­ur eða svæði fengju til­tekna ein­kunn.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert