„Algjörlega út í hött“

Stjórnarráð Íslands.
Stjórnarráð Íslands. mbl.is/Jim Smart

Ein­ar Karl Har­alds­son, upp­lýs­inga­full­trúi for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins, seg­ir ekki rétt sem fram komi á vef norska blaðsins Dag­bla­det, að ís­lensk stjórn­völd telji að Frakk­land, Nor­eg­ur og Þýska­land komi til greina til að miðla mál­um í Ices­a­ve-deilu Íslands við Breta og Hol­lend­inga.

Aðrir norsk­ir fjöl­miðlar hafa tekið málið upp og vitna í frétt Dag­bla­det.

Ein­ar Karl seg­ist hafa rætt við norsk­an blaðamann í dag sem hafi óskað eft­ir viðtali við Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur for­sæt­is­ráðherra. Í sam­tali þeirra á milli, sem hafi ekki verið viðtal, hafi Ein­ar Karl sagt við blaðamann­inn að í frétt­um Stöðvar 2 í kvöld hafi verið uppi vanga­velt­ur um stöðu mála í Ices­a­ve-deil­unni, og sagt að Norðmenn, Þjóðverj­ar eða Frakk­ar gætu miðlað mál­um

„Þetta er al­gjör­lega út í hött,“ seg­ir Ein­ar Karl í sam­tali við mbl.is. Hann seg­ist ekki hafa slík­ar upp­lýs­ing­ar und­ir hönd­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert