Fundu loðnu við Austurland

Árni Friðrkisson hefur fundið loðnu austur af landinu.
Árni Friðrkisson hefur fundið loðnu austur af landinu. mbl.is

Rann­sókn­ar­skip Haf­rann­sókna­stofn­un­ar Árni Friðriks­son fann loðnu aust­ur af land­inu í dag. Sveinn Svein­björns­son fiski­fræðing­ur treyst­ir sér ekki til að segja til um hversu mikið magn er að ræða.

Árni Friðriks­son var við loðnu­mæl­ing­ar fyrr í þess­um mánuði. Sveinn seg­ist þá hafa fundið tvær göng­ur. Sú fyrri væri að öll­um lík­ind­um far­in í átt suður með land­inu. Sú loðna sem hann væri núna að mæla væri lík­lega úr seinni göng­unni. Hann sagði að það tæki tals­verðan tíma að mæla þessa loðnu­göngu.

Loðnu­skipið Súl­an er líka að leita að loðnu. Skipið hef­ur leitað út frá Kol­beins­eyja­hrygg og í átt að Horni. Skipið hef­ur enn ekki fundið neina loðnu að heitið get­ur.

Loðnu­bræðslur eru núna að gera klárt fyr­ir loðnu­vertíð, en þær von­ast að sjálf­sögðu eft­ir góðri veiði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert