Fundu loðnu við Austurland

Árni Friðrkisson hefur fundið loðnu austur af landinu.
Árni Friðrkisson hefur fundið loðnu austur af landinu. mbl.is

Rannsóknarskip Hafrannsóknastofnunar Árni Friðriksson fann loðnu austur af landinu í dag. Sveinn Sveinbjörnsson fiskifræðingur treystir sér ekki til að segja til um hversu mikið magn er að ræða.

Árni Friðriksson var við loðnumælingar fyrr í þessum mánuði. Sveinn segist þá hafa fundið tvær göngur. Sú fyrri væri að öllum líkindum farin í átt suður með landinu. Sú loðna sem hann væri núna að mæla væri líklega úr seinni göngunni. Hann sagði að það tæki talsverðan tíma að mæla þessa loðnugöngu.

Loðnuskipið Súlan er líka að leita að loðnu. Skipið hefur leitað út frá Kolbeinseyjahrygg og í átt að Horni. Skipið hefur enn ekki fundið neina loðnu að heitið getur.

Loðnubræðslur eru núna að gera klárt fyrir loðnuvertíð, en þær vonast að sjálfsögðu eftir góðri veiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert