Áhugafólk um prjónaskap lagði leið sína í Kjarvalsstaði í dag þar sem hönnuðurinn Steinunn Sigurðardóttir sagði frá hugmyndum sínum og nálgun við prjónaskap, í tengslum við sýningarverkefnið Steinssmiðja í norðursal Kjarvalsstaða.
Steinunn leiðbeindi þátttakendum við að skapa sinn eigin prjónaheim þar sem prjónauppskriftir koma ekki við sögu heldur önnur upplifun. Þátttakendur urðu að koma með grófa prjóna, gróft garn og eftirlætis tónlistina sína á iPod eða MP3-spilurum.