Ríkið auglýsti um helgina eftir sérfræðingi í skjala- og upplýsingamálum til starfa hjá Bankasýslu ríkisins. Athygli vekur að ekki er krafist sérfræðikunnáttu í skjalastjórn heldur „háskólamenntunar sem nýtist í starfi, t.d. á sviði tungumála, sálfræði eða stjórnmálafræði“.
Tekið er fram í auglýsingunni að „Þekking og reynsla af skjalastjórnun og/eða upplýsingamálum [sé] kostur“.
Bankasýslan auglýsti líka um helgina eftir sérfræðingi í eignaumsýslu, en þess er krafist að viðkomandi hafi háskólapróf sem nýtist í starfi á sviði hagfræði, viðskiptafræði eða verkfræði.