Allmargir smáskjálftar hafa verið í Grímsey í dag og í gær. Allir þeirra hafa þeir þó verið undir 3 að stærð. Sá stærsti mældist 2,6.
Verulega hefur dregið úr skjálftavirkni við Eyjafjallajökul, en þar var mikið um jarðskjálfta um miðjan mánuðinn. Jarðfræðingar telja líklegt að þar hafi orðið kvikuinnskot.