Borgarahreyfingin hefur farið þess á leit við lagadeild Háskóla Íslands að sérfræðingar hennar gefi álit sitt á því hvort að ákæra skrifstofustjóra Alþingis á hendur 9 mótmælendum með tilvísun til 100 gr. almennra hegningarlaga frá 1940 sé viðeigandi.
„Afar ströng viðurlög liggja við broti gegn umræddri grein og í ljósi ástandsins sem ríkti í þjóðfélaginu í desember 2008 telur Borgarahreyfingin rétt að skoða atburðarásina og framferði mótmælendanna sem tæpast höfðu í huga að taka Alþingi í gíslingu eða valda mönnum tjóni, enda engin vopn höfð um hönd,“ segir í tilkynningu frá Borgarahreyfingunni.