Alþingi kemur saman á föstudaginn, þó svo að rannsóknarnefnd Alþingis hafi tilkynnt um seinkun á birtingu skýrslu sinnar, fram til loka febrúar. Þetta staðfestir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fyrsti varaforseti Alþingis.
Á föstudaginn verður því líklega tekið fyrir frumvarp frá Gylfa Magnússyni efnahags- og viðskiptaráðherra auk þess sem farið verður í óundirbúnar fyrirspurnir. Segir Ragnheiður að ekki sé búistvið því að sá fundur verði mjög langur, en það verði fundur engu að síður.