Mikið annríki hefur verið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Um fjögurleytið var byrjað tilkynna um fok á lausamunum og fljótlega voru kallaðar út björgunarsveitir til starfa í Hafnarfirði og Árbæjarhverfinu. Til að mynda fauk bifreið á hliðina í Norðurhellu í Hafnarfirði.
Fánastangir fóru á hliðina, trampólín tóku flugið og svalahurðir að opnust á einhverjum heimilum. Við Grænás var tilkynnt um að þakkantur væri farinn að lyftast, við Norðurbakka fór mikil girðing að liðast í sundur og fjúka, þá lagðist ljósastaur á hliðina á Suðurgötu Reykjavík og lokaði götunni.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum hefur eitthvað verið um foktjón í nótt en ekki hefur þurft að kalla út björgunarsveitir vegna þess.