Eðlilegt að láta dómstóla dæma

Nokkrir af sakborningunum koma í Héraðsdóm Reykjavíkur í síðustu viku.
Nokkrir af sakborningunum koma í Héraðsdóm Reykjavíkur í síðustu viku.

Óskað hefur verið eftir því af hálfu Borgarahreyfingarinnar að sérfræðingar lagadeildar Háskóla Íslands gefi út álit á því hvort ákæra skrifstofustjóra Alþingis, með vísan til 100. gr. almennra hegningarlaga, á hendur níu mótmælendum sé viðeigandi.

Hópur mótmælenda réðst inn í Alþingishúsið hinn 8. desember 2008 meðan á þingfundi stóð.

Jónatan Þórmundsson, prófessor við Háskóla Íslands, segir erfitt að meta hvort athæfi mótmælendanna falli undir umrædda lagagrein en það væri ólíklegt að slíkt ákæruskjal væri birt án þess að sakfelling væri talin líkleg. „Samkvæmt réttarfarslögum á ákæruvaldið að höfða mál ef það telur sennilegt eða líklegt að það leiði til refsiábyrgðar.“

Jónmundur segir þó ekki hægt að ætlast til þess að ákæruvaldið ákæri einungis í þeim málum þar sem sakfelling sé líkleg. Stundum sé talið eðlilegt að láta dómstólana dæma um það og það sé talið betra en að menn séu dæmdir nánast af almenningsálitinu.

Þegar spurt er hvort viðeigandi sé að ákæra segist Jónatan hafa búist við því að sjá ákæru fyrr hafi ætlunin verið að ákæra á annað borð.

sigrunrosa@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert