Fordæmislaus niðurskurður

Fundurinn fordæmir m.a. hótanir stjórnenda RÚV um að draga verulega …
Fundurinn fordæmir m.a. hótanir stjórnenda RÚV um að draga verulega úr innkaupum á íslensku efni

Íslensk­ir kvik­mynda­gerðar­menn for­dæma þann ójöfnuð sem kem­ur fram í 35% lækk­un fram­laga til kvik­mynda­sjóða á fjár­lög­um 2010. Þeir segja þetta for­dæm­is­laus­an niður­skurð á ís­lensk­um menn­ing­ariðnaði. Þetta kom fram á opn­um sam­stöðufundi um ís­lenska kvik­mynda­gerð, sem var hald­inn á Hót­el Borg í kvöld.
 
Jafn­framt for­dæm­ir fund­ur­inn hót­an­ir stjórn­enda RÚV um að draga veru­lega úr inn­kaup­um á ís­lensku efni. Með slík­um aðgerðum brjóti stjórn­end­ur RÚV þær menn­ing­ar­legu- og laga­legu skyld­ur sem þeim séu lagðar á herðar, sem og ósk­ir eig­enda sinna og áhorf­enda - sem vilji vandað ís­lenskt efni.
 
„Treysti stjórn­end­ur RÚV sér ekki til að reka al­manna­út­varp og sjón­varp sam­kvæmt lag­aramma og vilja þjóðar­inn­ar, þá ber Páli Magnús­syni og öðrum yf­ir­mönn­um RÚV að segja af sér hið fyrsta,“ seg­ir í álykt­un sem var samþykkt í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert