Gísli tekur sér leyfi

Gísli Tryggvason.
Gísli Tryggvason.

Gísli Tryggvason, sem sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Framsóknarflokksins í Kópavogi, mun taka sér leyfi frá hlutverki sínu sem talsmaður neytenda fram að prófkjörinu. Fram kemur í tilkynningu að hann hafi greint stjórnvöldum frá þessari ákvörðuns sinni.

 „Mun ég beina því til ráðherra að meta hvort setja þurfi annan löghæfan mann til að sinna því hlutverki á meðan – almennt eða í einstökum tilvikum. Öðrum verkefnum talsmanns neytenda mun ég sinna með óbreyttum hætti – svo sem að leiðbeina neytendum um færar leiðir til úrlausnar ágreiningsmála og kynna þeim réttarreglur um neytendamál,“ segir hann í tilkynningu.

Í dag skilaði Gísli inn framboði í oddvitasæti í komandi prófkjöri, en það fer fram 27. febrúar.

„Fram að prófkjörinu vík ég einnig sem formaður laganefndar Framsóknarflokksins og hef tilkynnt ritara flokksins þá ákvörðun mína,“ segir Gísli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert