Indefence á leið í fundaherferð

Fulltrúar InDefence á Bessastöðum í byrjun ársins.
Fulltrúar InDefence á Bessastöðum í byrjun ársins.

For­svars­menn Ind­efence-hóps­ins ætla sér í funda­her­ferð um landið á næstu vik­um. Her­ferðin verður far­in í þeim til­gangi að fræða lands­menn um efni Ices­a­ve-samn­ings­ins sem ligg­ur til grund­vall­ar Ices­a­ve-lög­un­um um rík­is­ábyrgð á lán­töku Trygg­inga­sjóðs inni­stæðueig­enda og fjár­festa, sem samþykkt voru á Alþingi rétt fyr­ir ára­mót. Ind­efence hef­ur bar­ist hart gegn því að fyr­ir­liggj­andi Ices­a­ve-samn­ing­ur verði samþykkt­ur.

„Við stefn­um á að bjóða lands­mönn­um upp á fundi víða um land. Við ætl­um okk­ur að fara á helstu þétt­býl­isstaði og bjóða al­menn­ingi upp á að spyrja okk­ur um samn­ing­ana. Þetta verða mál­efna­leg­ir fund­ir, þar sem fólk mun fá grein­argóð svör við spurn­ing­um sín­um,“ seg­ir Ólaf­ur Elías­son, einn for­svars­manna Ind­efence-hóps­ins, í sam­tali við Morg­un­blaðið. Ólaf­ur seg­ist reikna með því að fund­irn­ir fari all­flest­ir fram í fe­brú­ar. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert