Ráðherra afhenti 10 vetnisrafbíla

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra afhenti bílana í dag. Mynd fengin af …
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra afhenti bílana í dag. Mynd fengin af vef ráðuneytisins.

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra afhenti í dag 10 Ford Focus FCV vetnisrafbíla til ýmissa notenda, sem munu taka þátt í stóru vetnisverkefni á næstunni. 

Um er að ræða fyrirtækin Brimborg, Íslenska Nýorku, Ísafold Travel, Keili, Orkuveitu Reykjavíkur, Landsvirkjun, Icelandic Hydrogen, Elding hvalaskoðun, Nýsköpunarmiðstöð og Skeljung.

Fyrirtækin munu nota vetnisbílana daglega, við krefjandi aðstæður svo hægt sé að safna upplýsingum um eiginleika vetnisrafbíla í daglegri notkun. 

Þetta kemur fram á vef iðnaðarráðuneytisins. Þar segir að árið 1988 hafi ríkisstjórn Íslands tekið þá ákvörðun að auka hlut endurnýjanlegrar íslenskrar orku í samgöngum.

Þar segir að vetnistækni feli í sér mikla möguleika á sjálfbærri þróun og efnahagslegum framförum hér á landi. Raftæknin sé talin ein sú umhverfisvænasta sem völ sé á. Þar sem vetni sé notað sé hreint vatn eini „útblásturinn“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert