Ríkissjóður kaupi hlutabréf Álftaness í Fasteign

Frá Álftanesi.
Frá Álftanesi. mbl.is/Golli

Bæj­ar­full­trú­ar Á-lista hafa flutt til­lög­ur um lausn á fjár­hags­vanda Álfta­ness.  Til­lög­urn­ar gera ráð fyr­ir því að rík­is­sjóður kaupi hluta­fé sveit­ar­fé­lags­ins í Fast­eign ehf. og lóð und­ir menn­ing­ar- og nátt­úru­fræðiset­ur, og and­virði söl­unn­ar verði nýtt til þess að sveit­ar­fé­lagið kaupi íþrótta­mann­virk­in af Fast­eign ehf.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu að samþykkt hafi verið sam­hljóða að vísa þeim til af­greiðslu í bæj­ar­stjórn á morg­un.

Þar seg­ir að ef til­lög­urn­ar verði samþykkt­ar muni rekstr­ar­kostnaður lækka veru­lega og eig­in­fjárstaðan verði aft­ur já­kvæð eins og fyr­ir efna­hags­hrunið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert