Bæjarfulltrúar Á-lista hafa flutt tillögur um lausn á fjárhagsvanda Álftaness. Tillögurnar gera ráð fyrir því að ríkissjóður kaupi hlutafé sveitarfélagsins í Fasteign ehf. og lóð undir menningar- og náttúrufræðisetur, og andvirði sölunnar verði nýtt til þess að sveitarfélagið kaupi íþróttamannvirkin af Fasteign ehf.
Fram kemur í tilkynningu að samþykkt hafi verið samhljóða að vísa þeim til afgreiðslu í bæjarstjórn á morgun.
Þar segir að ef tillögurnar verði samþykktar muni rekstrarkostnaður lækka verulega og eiginfjárstaðan verði aftur jákvæð eins og fyrir efnahagshrunið.