Valtýr: „Mér hreinlega yfirsást þetta"

Valtýr Sigurðsson.
Valtýr Sigurðsson. mbl.is/Ómar

Valtýr Sig­urðsson rík­is­sak­sókn­ari seg­ir nokkr­ar skýr­ing­ar á því að ekki hafi komið í ljós fyrr en nú að hann sé van­hæf­ur til að fara með ákæru á hend­ur 9 mót­mæl­end­um fyr­ir brot gegn Alþingi. „En aðalástæðan er sú að ég fer ekki með málið sjálf­ur held­ur er það á hönd­um þess sak­sókn­ara sem und­ir­rit­ar ákær­una. Það ger­ir ákær­andi hins­veg­ar í mínu umboði og það er því ég sem ber ábyrgðina. Mér hrein­lega yf­ir­sást þetta."

Valtýr hef­ur nú vikið sæti í mál­inu eft­ir að upp­götvaðist að meðal brotaþola sem eru með einka­rétt­ar­kröfu í mál­inu sé þing­vörður sem sé hálf­syst­ir eig­in­konu Val­týs.

Aðspurður hvort ekki sé farið yfir hugs­an­leg tengsl sem þessi strax í upp­hafi mála­ferl­is­ins seg­ir Valtýr svo ekki endi­lega vera nema tengsl­in séu mjög aug­ljós. „Þetta er bara atriði sem hef­ur yf­ir­sést eins og oft vill ger­ast."

Mik­il töf hef­ur nú þegar orðið á máli ní­menn­ing­anna að sögn Val­týs, rann­sókn lög­reglu dróst og það kom því ekki inn á borð rík­is­sak­sókn­ara fyrr en í nóv­em­ber á síðasta ári.  Nú verður frek­ari töf, en sak­sókn­ari sem sett­ur verður sér­stak­lega til að fara með málið mun nú hafa þriggja mánaða frest til að taka ákvörðun um að gefa út nýja ákæru. Verði það ekki gert inn­an þriggja mánaða fell­ur málið niður.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert