Veiðitími hreindýra lengdur

Veiðitími á hreinkúm var lengdur um fimm daga en bannað …
Veiðitími á hreinkúm var lengdur um fimm daga en bannað að veiða kálfa. Rax Ragnar Axelsson

Veiðitími á hreindýrum verður fimm dögum lengri í haust en venja hefur verið. Nú verður leyft að veiða hreinkýr frá 1. ágúst n.k. til 20. september. Venjulega hefur veiðitíma á hreinkúm og hreintörfum lokið 15. september. Veiðitíma á hreindýrstörfum lýkur 15. september að venju.

Líkt og undanfarin ár verðurr tarfaveiði leyfð frá og með 15. júlí til og með 15. september. Þau takmörk eru þó sett að frá 15. júlí til  1. ágúst er beðið um að tarfar séu ekki veiddir ef þeir eru í fylgd með kúm eða ef veiðar trufla kýr og kálfa í sumarhögum. Veturgamlir tarfar eru alfriðaðir og miðast tarfaveiði því við tveggja vetra og eldri tarfa.

Sem kunnugt er verður ekki leyft að veiða kálfa hreindýra á komandi veiðitímabil. Það er breyting frá eldri reglu þegar fella átti kálfa sem fylgdu felldum kúm ef þess var kostur. Undanfarna vetur hafa verið lítil afföll af kálfum og má því telja lífslíkur móðurlausra kálfa þokkalega góðar.

Leyft verður að veiða 1.272 hreindýr í haust, þar af 860 kýr og 412 tarfa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert