Glitnir mokaði fé í Fons skömmu fyrir bankahrun

Pálmi Haraldsson
Pálmi Haraldsson mbl.is/Þorkell

Glitnir veitti fjárfestingafélaginu Fons ehf., í eigu Pálma Haraldssonar, lánafyrirgreiðslu upp á tugi milljarða síðustu mánuðina fyrir hrun bankakerfisins.

Í einhverjum tilfellum er um að ræða framvirka samninga um kaup á hlutabréfum, með sama samnings- og afhendingardegi. Einn slíkur samningur var gerður 8. október 2008, daginn eftir að Fjármálaeftirlitið skipaði skilanefnd yfir bankanum.

Heildarkröfur Glitnis í þrotabú Fons vegna lánveitingasamninga sem bankinn gerði við félagið síðustu 10 mánuðina fyrir hrun nema 23,7 milljörðum króna.

Þetta kemur fram í gögnum sem skilanefnd Glitnis var gert að afhenda fyrrverandi hluthafa í bankanum, en dómur þess efnis féll í Hæstarétti fyrir helgi.

Í kröfulýsingum Glitnis í Fons má finna kröfu á Fons vegna sex milljarða láns sem Glitnir veitti einkahlutafélaginu FS38 21. júlí 2008. FS38 lánaði félaginu FS37 ehf., sem síðar breyttist í Stím, á þriðja milljarð til að kaupa hlutabréf í Glitni.

Glitnir krefur þrotabú Fons jafnframt um á þriðja milljarð vegna lánveitingar til félagsins 7. desember 2007. Athygli vekur að lánið var tryggt með veði í láni sem Fons veitti Baugi upp á 3,7 milljarða. Ekkert var hins vegar greitt af láninu sem Fons fékk, þar sem bankinn veitti ítrekað frest á afborgunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert