Ný vefsíða, Léttari æska fyrir barnið þitt, hefur nú verið opnuð, en á síðunni má finna upplýsingar, ráð og fróðleik fyrir foreldra sem vilja huga vel að heilsu barna sinna og koma í veg fyrir ofþyngd þeirra.
Á síðunni er m.a. að finna matar- og hreyfidagbók fyrir fjölskylduna, sem getur verið hjálpartæki fyrir foreldra að skipuleggja matar- og hreyfivenjur og stuðla að heilbrigðara líferni innan fjölskyldunnar.
Verkefnið Léttari æska fyrir barnið þitt var hluti af meistaraverkefni Hrundar Scheving í lýðheilsufræðum við kennslufræði- og lýðheilsudeild Háskólans í Reykjavík, þar sem síðan var formlega opnuð með pompi og prakt í dag.