Mikill niðurskurður á Álftanesi

Opnunartími sundlaugarinnar á Álftanesi verður skertur.
Opnunartími sundlaugarinnar á Álftanesi verður skertur. mbl.is/Heiðar

Mik­ill sam­drátt­ur er framund­an í rekstri sveit­ar­fé­lags­ins Álfta­ness sam­kvæmt skýrslu til eft­ir­lits­nefnd­ar sveit­ar­fé­laga, sem verið er að fjalla um á fundi bæj­ar­stjórn­ar.  

Pálmi Þór Más­son, bæj­ar­stjóri kynnti skýrsl­una á bæj­ar­stjórn­ar­fundi, sem nú stend­ur yfir. Sagði Pálmi, að skýrsl­an staðfesti erfiða fjár­hags­lega stöðu og van­getu sveit­ar­fé­lags­ins að taka á þeim vanda eitt síns liðs.

Til­lög­urn­ar í skýrsl­unni snúa einkum að rekstri þar sem gert er ráð fyr­ir mik­illi hagræðingu næstu tvö ár, að sögn Pálma. Hann sagði að all­ir rekst­arliðir verði skoðaðir, þó þannig að ekki yrði gengið of nærri grunnþjón­ustu.

Meðal ann­ars á að skera á niður í rekstri grunn­skóla og leik­skóla, eng­inn vinnu­skóli verður í sum­ar, starf tóm­stunda­full­trúa verður lagt niður, opn­un­ar­tími sund­laug­ar­inn­ar skert­ur, íþrótta­styrk­ir til fé­laga­sam­taka lækkaðir, tóm­stunda­styrk­ir til for­eldra lagðir niður, starf bygg­ing­ar­full­trúa verður aflagt, viðhald gatna verður í al­geru lág­marki og dregið verður úr viðhaldi fast­eigna sveit­ar­fé­lags­ins, svo nokkuð sé nefnt.

Þá er fjallað um skuld­ir við lána­stofn­an­ir og skuld­bind­andi samn­inga við fé­lög­in Fast­eign, Bú­menn og Ris, sem eru veru­lega íþyngj­andi fyr­ir sveit­ar­fé­lagið, að sögn bæj­ar­stjóra. Pálmi sagði, að ekki væri lagt til að gengið verði til nauðasamn­inga við lán­ar­drottna. Slíkt hefði ekki aðeins áhrif á framtíð sveit­ar­fé­lags­ins held­ur hefði einnig áhrif á láns­hæf­is­mat allra sveit­ar­fé­laga á land­inu. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert