Samið á nýjum forsendum

reuters

„Það er mjög mik­il­vægt að ís­lensk stjórn­völd hafa frá fyrsta degi haldið til haga þeirri laga­legu stöðu sem við telj­um Íslend­inga hafa í mál­inu. Við telj­um okk­ur ekki bera nein­ar skýr­ar laga­leg­ar skuld­bind­ing­ar í því,“ seg­ir Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Í grein í Morg­un­blaðinu í gær hvöttu Jón Stein­ar Gunn­laugs­son og Sig­urður Lín­dal alla flokka til að sam­mæl­ast um þá stefnu að til­kynna bresk­um og hol­lensk­um yf­ir­völd­um að umbeðin rík­is­ábyrgð vegna Ices­a­ve yrði ekki veitt nema að und­an­gengn­um dómi hlut­lauss dóm­stóls.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra sagði aðspurður að ekki hefði verið hald­inn fund­ur með leiðtog­um stjórn­ar­and­stöðunn­ar í gær vegna þess að í raun hefði ekki gerst neitt í Ices­a­ve-mál­inu í bili.

Ráðherra var spurður hvort hann hefði lesið grein þeirra Jóns Stein­ars og Sig­urðar um Ices­a­ve. „Já það vakti at­hygli mína að starf­andi hæsta­rétt­ar­dóm­ari skrifaði grein­ar um mál­efni af þessu tagi í blöð en ég hef ekk­ert meira um það að segja,“ sagði Stein­grím­ur J. Sig­fús­son.

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, seg­ir að þótt hann sé samþykk­ur þeim sjón­ar­miðum sem sett eru fram í grein­inni séu enn mögu­leik­ar á að ná niður­stöðu í mál­inu án þess að það fari fyr­ir dóm­stóla.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert