Smári Geirsson að hætta í bæjarstjórn

Smári Geirsson bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð.
Smári Geirsson bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð. mbl.is

Smára Geirssonar, oddviti Fjarðalistans í bæjarstjórn Fjarðabyggðar, hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til endurkjörs. Smári hefur setið í bæjarstjórn frá árinu 1982.

Í Austurglugganum kemur fram að horfur eru á að miklar breytingar verði á bæjarstjórn Fjarðabyggðar í kosningunum í vor. Enginn fulltrúa Fjarðalistans í bæjarstjórn Fjarðabyggðar gefur kost á sér til áframhaldandi setu í bæjarstjórn. Annar fulltrúi Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri. Oddviti framsóknarmanna ætlar að hætta og það sama á við um oddvita Héraðslistans.

Fram kemur í Austurglugganum að Smári Geirsson ætli í sagnfræðinám í Noregi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert