Smári Geirsson að hætta í bæjarstjórn

Smári Geirsson bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð.
Smári Geirsson bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð. mbl.is

Smára Geirs­son­ar, odd­viti Fjarðal­ist­ans í bæj­ar­stjórn Fjarðabyggðar, hef­ur ákveðið að bjóða sig ekki fram til end­ur­kjörs. Smári hef­ur setið í bæj­ar­stjórn frá ár­inu 1982.

Í Aust­ur­glugg­an­um kem­ur fram að horf­ur eru á að mikl­ar breyt­ing­ar verði á bæj­ar­stjórn Fjarðabyggðar í kosn­ing­un­um í vor. Eng­inn full­trúa Fjarðal­ist­ans í bæj­ar­stjórn Fjarðabyggðar gef­ur kost á sér til áfram­hald­andi setu í bæj­ar­stjórn. Ann­ar full­trúi Sjálf­stæðis­flokks í bæj­ar­stjórn ætl­ar ekki að sækj­ast eft­ir end­ur­kjöri. Odd­viti fram­sókn­ar­manna ætl­ar að hætta og það sama á við um odd­vita Héraðslist­ans.

Fram kem­ur í Aust­ur­glugg­an­um að Smári Geirs­son ætli í sagn­fræðinám í Nor­egi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert