Stjórnir Útvegsmannafélags Snæfellsness og Smábátafélagsins Snæfells samþykktu í vikunni sameiginlega ályktun þar sem varað er við öllum hugmyndum stjórnvalda um fyrningu aflaheimilda.
Segir í ályktuninni, að ljóst sé að þessar hugmyndi muni leiða til fjöldagjaldþrots í atvinnugreininni eins og skýrsla endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte frá síðasta ári sýni glögglega.
Jafnframt skora félögin á sjávarútvegsráðherra að fara varlega í allar breytingar á landhelgislögunum, nema að höfðu víðtæku samráði við alla hagsmunaaðila í sjávarútvegi.