Mörg tækifæri felast í veiku gengi krónunnar, en hún má hins vegar ekki vera veik of lengi. Þetta segir Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
„Hafa ber í huga að veik króna þýðir að kaupmáttur almennings minnkar. Við erum með öðrum orðum að greiða fyrir bætta samkeppnisstöðu með lægri rauntekjum. Það getur hjálpað okkur upp úr öldudalnum, en má ekki vera viðvarandi.“
Jón Steindór segist bjartsýnn á framtíð íslensks iðnaðar. Vegna gengisins séu íslenskar vörur samkeppnishæfari en áður. Mörg fyrirtæki búi hins vegar við mikla óvissu varðandi fjármögnun og úr þeim vanda verði að leysa sem fyrst.
Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.