Verðbólgan mælist 6,6%

Verð á fatnaði og skóm lækkaði í janúar enda útsölur …
Verð á fatnaði og skóm lækkaði í janúar enda útsölur í flestum verslunum mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vísi­tala neyslu­verðs lækkaði um 0,31% frá fyrra mánuði. Vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis hækkaði  um 0,03% frá des­em­ber. Síðastliðna tólf mánuði hef­ur vísi­tala neyslu­verðs hækkað um 6,6% en vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis um 10,9%. Í des­em­ber mæld­ist verðbólg­an 7,5%.

Minnsta verðbólga í tvö ár

Verðbólg­an hef­ur ekki mælst jafn lág í tvö ár, en í janú­ar 2008 mæld­ist hún 5,8%. Að meðaltali var verðbólg­an 12% á síðasta ári. Vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis hef­ur ekki mælst jafn lít­il síðan í apríl 2008 er hún var 10,6%. Á síðasta ári var hún að meðaltali 16,1%.

Fatnaður og skór lækkuðu um 10,1% og flug­far­gjöld um 21,3%

Vetr­ar­út­söl­ur eru í full­um gangi og lækkaði verð á föt­um og skóm um 10,1% (vísi­tölu­áhrif -0,63%) og verð á hús­gögn­um, heim­ilis­tækj­um o.fl. lækkaði um 3,8% (-0,31%). Kostnaður vegna eig­in hús­næðis lækkaði um 2,9% (-0,37%) og voru áhrif af lækk­un markaðsverðs -0,33% en af lækk­un raun­vaxta -0,04%. Þá lækkuðu flug­far­gjöld til út­landa um 21,3% (-0,21%).

Eldsneyti, áfengi og tób­ak hækkaði

Verð á bens­íni og díselol­íu hækkaði um 5,7% (0,28%) og verð á áfengi og tób­aki hækkaði um 6,3% (0,22%). Verð á mat og drykkjar­vöru hækkaði um 1,0% (0,14%). Þá hækkaði verð á raf­magni og hita um 4,3% (0,11%).

Vísi­tala neyslu­verðs á fast­skatta­grunni (virðis­auka­skatti, áfeng­is- og tób­aks­gjaldi, ol­íu­gjaldi og orku­skött­um á raf­magn og heitt vatn haldið föst­um miðað við des­em­ber 2009) lækkaði um 1,05% frá fyrra mánuði, að því er seg­ir í frétt á vef Hag­stofu Íslands.

Síðastliðna tólf mánuði hef­ur vísi­tala neyslu­verðs hækkað um 6,6% en vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis um 10,9%. Und­an­farna þrjá mánuði hef­ur vísi­tala neyslu­verðs hækkað um 0,9% sem jafn­gild­ir 3,7% verðbólgu á ári (6,7% fyr­ir vísi­töl­una án hús­næðis).

Spáðu hækk­un en raun­in var lækk­un

Grein­ing Íslands­banka spáði því að vísi­tala neyslu­verðs myndi hækka um 0,9% í mánuðinum en það hefði þýtt að verðbólga hækkaði úr 7,5% í 7,9%.

IFS Grein­ing spáði því að vísi­tala neyslu­verðs myndi hækka um 1,3%. Ef spá­in hefði gengið eft­ir myndi 12 mánaða verðbólga mæl­ast 8,3%. 

Áfengis- og tóbaksgjald hækkaði um áramótin
Áfeng­is- og tób­aks­gjald hækkaði um ára­mót­in mbl.is/​Heiðar Kristjáns­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert