Vikið úr formannsembætti

Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi alþingismaður Samfylkingarinnar.
Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi alþingismaður Samfylkingarinnar. mbl.is/ÞÖK

Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra hefur vikið Guðrúnu Ögmundsdóttur, fyrrverandi alþingismanni, úr sæti formanns Flóttamannanefndar ríkisins og skipað Mörð Árnason í hennar stað, að sögn Guðrúnar.

 Guðrún var skipuð formaður árið 2007 en þá var Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra. ,,Ég fékk að vita í september í fyrra að lækka ætti launin fyrir formannsstarfið, 40 þúsund á mánuði, í átta þúsund," segir Guðrún. ,,Ég mótmælti þessu og spurði hvort það væri nú reglan að lækka laun nefndarformanna um 80%, þetta er reyndar eina launaða starfið hjá nefndinni."

 Hún segist ósátt við vinnubrögð ráðherra í málinu en Guðrún fékk tíðindin í bréfi frá ráðuneytinu í dag. Erfitt sé að trúa því að launin hafi verið það sem réði úrslitum, líklegra sé að ráðherra hafi viljað hygla Merði Árnasyni. En hún viti ekki hvort Mörður sætti sig við átta þúsund á mánuði. Ekki náðist í félagsmálaráðherra sem mun vera erlendis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert