Stjórn Ungra vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu leggur til að sveitarfélög sem teljast til höfuðborgarsvæðisins verði sameinuð hið fyrsta. Þetta kemur fram í ályktun frá stjórninni.
„Ýmsir vankantar eru á núverandi fyrirkomulagi og telur stjórnin að hagsmunum íbúa höfuðborgarsvæðisins væri betur borgið ef svæðið tilheyrði einu sveitarfélagi. Sú ráðstöfun myndi einfalda stjórnsýslu höfuðborgarsvæðisins til muna og væri mikilvægur liður í sparnaðaraðgerðum ríkis og sveitarfélaga,“ segir í ályktunni.