Búið að skjóta ísbjörninn

Ísbjörn sem skotinn var á Hrauni í júní 2008.
Ísbjörn sem skotinn var á Hrauni í júní 2008. mbl.is/Skapti

Búið er að skjóta ís­björn­inn í Þistil­f­irði, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­reglu.  Mun bóndi hafa skotið dýrið, sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is. „Það er búið að fella það,“ seg­ir Jón Stef­áns­son lög­reglu­v­arðstjóri á Þórs­höfn í sam­tali við mbl.is.

Hann seg­ir að dýrið hafi verið lítið. Það hafi verið skotið norðan við eyðibýlið Ósland.  Dýrið sást fyrst við bæ­inn Sæv­ar­land við Þistil­fjörð um kl. 13.

Ágæt­lega hafi gengið að fella dýrið, sem hafi verið komið í námunda við sauðfé rétt áður en það var skotið. Það var fellt um kl. 15:40 að sögn Um­hverf­is­stofn­un­ar.

Aðspurður seg­ir Jón að ekki hafi sést til fleiri dýra á svæðinu.

Um­hverf­is­stofn­un seg­ir, að ákvörðun um að fella björn­inn hafi verið tek­in á grund­velli niður­stöðu starfs­hóps, sem í kjöl­far þess að tveir hvíta­birn­ir gengu á land árið 2008, vann skýrslu um viðbrögð við land­göngu hvíta­bjarna fyr­ir um­hverf­is­ráðherra. Niðurstaða starfs­hóps­ins var sú að fella beri hvíta­birni sem ganga á land.  Tek­in verða sýni úr birn­in­um til rann­sókna.

Hvíta­birn­ir eru stærstu landrán­dýr jarðar, stór­hættu­leg­ir og óút­reikn­an­leg­ir. Talið er að heims­stofn hvíta­bjarna telji 22.000 dýr í dag. Flesta hvíta­birni er að finna í Kan­ada. Hvíta­birn­ir eru á lista IUCN (Alþjóðanátt­úru­vernd­ar­sam­tök­in) yfir dýr í yf­ir­vof­andi hættu. Þrátt fyr­ir þetta styður hvíta­bjarn­ar­ráð IUCN sjálf­bæra nýt­ingu á öll­um 19 stofn­um hvíta­bjarna. Um 800 dýr eru felld ár­lega.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert