Flugmenn boða verkfall

Flugmenn hjá Icelandair hafa boðað verkfall í næstu viku
Flugmenn hjá Icelandair hafa boðað verkfall í næstu viku mbl.is/Friðrik Tryggvason

Flugmenn Icelandair hafa boðað verkfall fimmtudaginn 4. febrúar og hefst það klukkan 6 um morguninn og stendur það í tvo sólarhringa, eða til klukkan 6 að morgni þann 6. febrúar. Verkfallið hefst svo að nýju kl. 06:00 fimmtudagsmorguninn 11. febrúar og eru lok þess ótímabundin.

Á vef Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) kemur fram að ekkert hafi þokast í kjaradeilu FÍA og Icelandair en samningamenn hittust í gær hjá Ríkissáttasemjara. Ríkissáttasemjari hefur boðað annan fund á morgun, fimmtudag.

Flugmenn hjá Icelandair samþykktu fyrr í mánuðinum verkfallsboðun. Alls voru 238 á kjörskrá, þar af kusu 198. Yfirgnæfandi meirihluti eða 188 flugmenn sagði já, eða 95%. Samninganefnd FÍA við Icelandair stóð á bak við kosninguna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert